Einar Kristinn og Freydís Halla sigruðu í stórsvigi

Eftir að sviginu á Skíðamót Íslands lauk í morgun var keppt í stórsvigi. Þokubakkinn var að mestu horfinn og skyggni orðið mun betra. 

Í kvennaflokki sigraði Freydís Halla Einarsdóttir og var hún því þrefaldur Íslandsmeistari um helgina, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Alpatvíkeppnin er samanlagður árangur í svigi og stórsvigi. María Guðmundsdóttir endaði í öðru sæti eftir að hafa verið í því þriðja eftir fyrri ferðina, en með góðri seinni ferð. 

Úrslit kvenna
1. Freydís Halla Einarsdóttir
2. María Guðmundsdóttir 
3. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 

Öll úrslit úr kvennaflokknum má sjá hér.

Í karlaflokki sigraði Einar Kristinn Kristgeirsson en þetta var fjórða Íslandsmeistaratitill Einars í röð í stórsvigi. Einar var einungis 43/100 úr sekúndu á undan Sturla Snæ eftir fyrri ferð en gerði engin mistök í seinni ferðinni á meðan að Sturla Snær náði ekki að ljúka seinni ferðinni. Einar Kristinn endaði því með að vinna með þægilegum mun eða 2,07 sekúndum á undan Magnúsi Finnssyni.

Úrslit karla
1. Einar Kristinn Kristgeirsson
2. Magnús Finnsson
3. Kristinn Logi Auðunsson 

Öll úrslit úr karlaflokknum má sjá hér.

Eftir erfiða byrjun á mótahaldi í alpagreinum var dagurinn í dag virkilega góður og gekk mótahald vel. Í ljósi frestunar á fyrstu tveimur keppnisdögunum var ákveðið að fella niður keppni í samhliðasvigi þetta árið á Skíðamóti Íslands.