Eftirlitsmannanámskeið í alpagreinum

Skíðasamband Íslands mun standa fyrir eftirlitsmannanámskeiði í alpagreinum. Þeir sem ljúka námskeiðinu hljóta réttindi til að vera eftirlitsmenn á bikarmótum 12-15 ára í alpagreinum, en á hverjum vetri eru 2-3 bikarmót auk Unglingameistaramóts Íslands. 

Efni á námskeiðinu:

  • Hlutverk eftirlitsmanna
  • Mótsreglur
  • Öryggismál
  • Reglubreytingar

Í lok námskeiðsins verður eftirlitsmönnum raðað niður á mót vetrarins.

Staður og stund námskeiðsins liggur ekki fyrir að svo stöddu, en það mun stýrast eftir þátttöku í námskeiðinu. SKÍ hvetur alla þá sem hafa áhuga á að starfa sem eftirlitsmenn á vegum SKÍ að senda tölvupóst á sigurgeir@ski.is og lýsa yfir áhuga. Frestur er til og með 10. október.