Brynjar og Elsa Guðrún sigruðu með frjálsri aðferð

Í dag var keppt í gögnu með frjálsri aðferð í Bláfjöllum. Veður var frekar erfitt á köflum en mikill vindur var framan af degi en lægði aðeins þegar mótið hófst. Keppni var spennandi og skiptist keppendur á að vera í forystu. Í kvennaflokki voru gengnir 7,5km sem samanstóð af 5km hring og 2,5km hring en í karlaflokki voru gengnir þrír 5km hringir. 

Í kvennaflokki vann Elsa Guðrún Jónsdóttir nokkuð sannfærandi en í karlaflokki var meiri spenna. Albert Jónsson leiddi eftir fyrsta en eftir tvo hringi voru Albert og Brynjar alveg jafnir. Á síðasta hringnum sýndi Brynjar Leó styrk sinn og vann að lokum með góðum mun. 

Konur 7,5km
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ 
2. Sólveig María Aspelund SFÍ 
3. Auður Ebenesersdóttir Ullur 

Karlar 15km 
1. Brynjar Leó Kristinsson SKA
2. Albert Jónsson SFÍ 
3. Vadim Gusev SKA

18-20 ára stúlkur 7,5km
1. Sólveig María Aspelund SFÍ 
2. Kristrún Guðnadóttir Ullur 

18-20 ára piltar 15km
1. Albert Jónsson SFÍ 

16-17 ára stúlkur 5km
1. Harpa Sigríður Óskarsdóttir Ullur 

16-17 ára piltar 7,5km
1. Sigurður Arnar Hannesson SFÍ 
2. Dagur Benediktsson SFÍ 
3. Pétur Tryggvi Pétursson SFÍ 

Heildarúrslit má sjá hér.

Á morgun fer fram ganga með hefðbundinni aðferð og verður hún keyrð samhliða Bláfjallagöngunni og hefst gangan kl. 13:00. Engin keppni fór fram í alpagreinum í dag en stefnt er á að keyra stórsvig og svig í Skálafelli á morgun.