Brynjar Léo og Elsa Guðrún sigruðu með hefðbundinni aðferð

Úrsit úr FIS móti dagsins. Ljósmynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Úrsit úr FIS móti dagsins. Ljósmynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Í dag fór fram ganga með hefðbundinni aðferð á Skíðamóti Íslands. Konur gengu 7,5 km á meðan karlarnir fóru 15 km og var ræst með einstaklingsstarti. Eins og í undanförnu göngum vann Elsa Guðrún mjög sannfærandi og vann ellefta Íslandsmeistaratitil sinn í göngu með hefðbundinni aðferð í kvennaflokki. Hjá körlunum var mikil spenna en að lokum var það Brynjar Leó Kristinsson sem sigraði eftir mikla baráttu við Sævar Birgisson og Isak Stiansson Pedersen. Framan af var Sævar Birgisson með forystu og þeir Brynjar Leó og Isak voru nánast jafnir aðeins á eftir Sævari. Á síðasta hring náði Brynjar jafnt og þétt að vinna upp forskotið sem Sævar var með og að lokum sigraði hann eins og áður segir einungis með 2 sek.

Á morgun verður keppt í boðgöngu og hefst keppni kl.11:00.

Konur
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir
2. Sólveig María Aspelund
3. Kristrún Guðnadóttir

18-20 ára stúlkur
1. Sólveig María Aspelund
2. Kristrún Guðnadóttir
3. Gígja Björnsdóttir

16-17 ára stúlkur
1. Anna María Daníelsdóttir

Heildarúrslit hjá konum má sjá hér.

Karlar
1. Brynjar Leó Kristinsson
2. Sævar Birgisson
3. Isak Stiansson Pedersen

18-20 ára drengir
1. Isak Stiansson Pedersen
2. Albert Jónsson
3. Dagur Benediktsson

16-17 ára drengir
1. Sigurður Arnar Hannesson
2. Arnar Ólafsson

Heildarúrslit hjá körlum má sjá hér.