Brynjar Leó í 76.sæti í heimsbikar

Brynjar í mótinu á laugardag
Brynjar í mótinu á laugardag

Á laugardaginn keppti Brynjar Leó Kristinsson í 15km göngu með frjálsri aðferð í heimsbikar í Ulricehamn. Þessi staður í suðurhluta Svíþjóð er nýr í heimsbikarnum en margir töluðu um eftir mótið hann væri kominn til að vera, stemmingin og andrúmsloftið var svo frábært. 

Brynjar Leó endaði í 76.sæti og fékk fyrir það 243.27 FIS punkta og er það nokkuð frá hans besta.

Undanfarið hefur Brynjar átti við slæm veikindi að stríða og hefur það komið í veg fyrir æfingar hjá honum. Núna eru veikindin gengin að mestu yfir og er hann að koma sér aftur í form fyrir heimsmeistaramótið sem hefst 22.febrúar og fer fram í Lahti í Finnlandi.

Heildarúrslit úr mótinu má sjá hér