Breytingar á skrifstofu SKÍ

Breytingar urðu á skrifstofu SKÍ núna um mánaðarmótin apríl og maí. Almar Ögmundsson sem unnið hefur undanfarið hjá SKÍ í hálfu starfi lét af störfum. Almar hefur unnið að ýmsum verkefnum frá því í janúar 2016.

Sigurgeir Halldórsson hefur verið ráðinn í hans stað og mun hann vera í fullu starfi frá og með deginum í dag, 2.maí. Sigurgeir mun hafa ábyrgð á mótamálum hérna heima sem og fræðslu- og útbreiðslumálum.

Sigurgeir Halldórsson - netfang: sigurgeir@ski.is - Sími: 899-2836

Fyrir SKÍ er þetta stórt skref að vera komið með tvo starfsmenn í fullt starf, en það er á nógu að taka framundan. Allar greinar munu vera með alþjóðleg mót næsta vetur og fræðslumálum þarf að taka fastari tökum. Svo má auðvitað ekki gleyma landsliðunum okkar en þeim hefur fjölgað að undanförnu.

Það verður því nóg um að vera á skrifstofu SKÍ í nánustu framtíð.