Breytingar á skrifstofu frá 1.júní 2019

Breytingar verða á starfsmannahaldi skrifstofu SKÍ frá og með 1.júní 2019.

Sigurgeir Halldórsson lætur af störfum 1.júní. Sigurgeir hefur unnið hjá SKÍ frá 1.maí 2017 á sviði móta- og fræðslumála. Mikil og góð uppbygging hefur átt sér stað í þeim málum og er honum þakkað fyrir góð störf.

Sturla Höskuldsson fer í fæðingarorlof frá og með 1.júní og verður því frá störfum næstu mánuðina.

Öllum fyrirspurnum til SKÍ skal beina til Jóns Viðars, framkvæmdastjóra SKÍ, á netfangið ski@ski.is eða í síma 660-4752.