Breyting á skrifstofu og í stjórn SKÍ

Breyting hefur orðið á starfsmönnum skrifstofu en Dagbjartur Halldórsson hefur verið ráðinn í fullt starf og verður afreksstjóri SKÍ. Dagbjartur var fenginn inn á skrifstofu SKÍ tímabundið í lok febrúar og hefur stjórn SKÍ ákveðið að ráða hann áfram. Undanfarin ár hefur Dagbjartur gegnt stöðu gjaldkera í stjórn SKÍ og þar sem hann er orðinn fastráðinn starfsmaður hefur hann sagt sig úr stjórninni. Í hans stað kemur fyrsti varamaður í stjórn sem kosinn var á síðasta skíðaþingi, er það Fjalar Úlfarsson.