Breyting á landsliði á snjóbrettum

Fyrr í október var gerð breyting á landsliðinu á snjóbrettum en Egill Gunnar Kristjánsson bætist við liðið. Með honum eru því fjórir karlar komnir í landsliðið og liðið því fullt miðað við valreglur. Þegar landsliðið var valið í vor var Egill Gunnar ekki undir lágmörkum, en vegna breytinga á reikniformúlu á heimslistanum bætist Egill Gunnar við, enda undir lágmörkum.