Bláfjallagangan - Úrslit

Ljósmynd: Guðmundur Jakobsson
Ljósmynd: Guðmundur Jakobsson

Á sunnudaginn var fór fram Bláfjallagangan í Bláfjöllum. Skíðagöngufélagið Ullur sá um framkvæmd mótsins en það er liður í Íslandsgöngu mótaröðinni. Framkvæmd mótsins var ekki erfileikalaus en færa þurfti mótið milli helga í tvígang vegna veðurs. Loks var veðrið til friðs á sunnudag og mótið gat farið fram í góðum aðstæðum í Bláfjöllum. 

Sunnudagur 25. mars - 20 km

Konur
1.sæti Elsa Guðrún Jónsdóttir
2.sæti Kristrún Guðnadóttir
3.sæti Svava Jónsdóttir

Karlar
1.sæti Dagur Benediktsson
2.sæti Birkir Þór Stefánsson
3.sæti Ragnar Kristinn Bragason

Öll úrslit úr Bláfjallagöngunni má sjá hér. Öll úrslit úr mótaröðinni má sjá hér.
Næsta mót í Íslandsgöngu mótaröðinni er Orkugangan við Húsavík 14.-15. apríl. Nánari upplýsingar um Íslandsgönguna má sjá hér.