Björgvin og Katla sigursæl á Dalvík

Flottar aðstæður voru á Dalvík í dag
Flottar aðstæður voru á Dalvík í dag

Í dag fóru fram fyrstu mót vetrarins í alpagreinum þegar keppt var í tveimur svigmótum á Dalvík. Bæði mótin voru alþjóðleg FIS ENL mót og gefa því punkta inná heimslista FIS. 

Björgvin Björgvinsson kom með skemmtilega endurkomu í brekkurnar og tók þátt á sínu fyrsta alþjóðlega móti síðan 2013. Hann hefur greinilega engu gleymt og fór með sigur af hólmi í báðum mótunum í karlaflokki. 

Katla Björg Dagbjartsdóttir vann einnig tvöfalt í dag eftir spennandi keppni. Í báðum mótum var Katla önnur eftir fyrri ferðina en átti flottar seinni ferðir.

Úrslit dagsins
Karlar - Fyrra mót
Konur - Fyrra mót
Karlar - Seinna mót
Konur - Seinna mót

Bæði mótin í dag voru sýnd í beinni útsendingu á netinu í gegnum YouTube rás Skíðasambandsins. Var þetta í fyrsta skipti sem þetta er gert hjá okkur og tókst heilt yfir nokkuð vel. Nokkrir hnökrar voru á hljóði og mynd á tímabili en reynt verður að koma í veg fyrir það á næsta móti en stefnt er að því að sína frá fleiri mótum í vetur.

Útsending frá fyrra móti dagsins
Útsending frá seinna móti dagsins

Við þökkum skíðafélögunum á Dalvík og Ólafsfirði fyrir flott mótahald í dag. Aðstæður og veður var mjög gott og úr varð frábært og skemmtilegt mót.