Bikarmót í skíðagöngu fór fram á Akureyri um helgina

Veronika Lagun, keppandi frá SKA í brautinni um helgina.
Veronika Lagun, keppandi frá SKA í brautinni um helgina.

Um síðustu helgi fór fram annað bikarmót SKÍ í skíðagöngu. Mótið fór fram á Akureyri og þrátt fyrir leiðindaveður í aðdraganda helgarinnar fór mótið fram samkvæmt dagskrá. Keppendur fóru snemma af stað norður og voru komnir fyrir veðrið. Á föstudagskvöldið var haldin sprettganga við fínustu aðstæður. Á laugardaginn var svo ganga með hefðbundinni aðferð og að lokum ganga með frjálsri aðferð á sunnudag. Veðrið um helgina var virkilega gott og aðstæður hinar bestu.

Öll úrslit má sjá hér. Einnig má finna öll FIS úrslit hér.