Bikarmót í alpagreinum á Dalvík

Um helgina fór fram bikarmót í fullorðinsflokki í alpagreinum á Dalvík. Mótið var fyrsta bikarmót vetrarins í fullorðinsflokki en slæmt veður hefur gert mótahald erfitt undanfarnar vikur. Veðrið á Dalvík var hinsvegar með besta móti um helgina og gekk mótið frábærlega vel. Keppt var í tveimur stórsvigsmótum á laugardeginum og einu svig móti á sunnudeginum. 
Úrslit helgarinnar má sjá hér.  Einnig er búið að reikna bikarstig og þau má skoða hér.

Mótahald er ansi þétt hjá fullorðinsflokknum en það er einnig keppt næstu tvær helgar. Laugardaginn 3. mars í Bláfjöllum og helgina 10.-11. mars á Akureyri.