Bikarmót á Ólafsfirði - Úrslit

Um helgina fór fram bikarmót í skíðagöngu á Ólafsfirði í flokkum 13 ára og eldri. Keppt var sprettgöngu seinnipartinn á föstudeginum, með frjálsri aðferð á laugardeginum og að lokum með hefðbundinni aðferð á sunnudeginum. Talsverður vindur gerði keppnina sérlega krefjandi en allt gekk vel miðað við aðstæður.
Þetta var síðasta staka bikarmótið í skíðagöngu þennann veturinn en næst tekur við Unglingameistaramót 22.-24 mars og Skíðamót Íslands 4.-7. apríl.

FIS úrslit helgarinnar má sjá hér.
Öll úrslit helgarinnar má sjá hér.
Stöðu í bikarkeppni má sjá hér.