Bikarmeistarar 2016 í skíðagöngu

Bikarmeistarar í flokkum 16 ára og eldri í skíðagöngu
Bikarmeistarar í flokkum 16 ára og eldri í skíðagöngu

Í kvöld fór fram verðlaunaafhending fyrir þær greinar sem búið er að ljúka á Skíðamóti Íslands. Samhliða verðlaunaafhendingunni var smá afmælishátíð Skíðasambandsins en sambandið verður 70 ára í ár. Var það gert á Skíðamóti Íslands til þess að ná betur til keppendana. Einar Þór Bjarnason opnaði kvöldið með fróðlegri ræði og afhenti þrjú heiðursmerki SKÍ. Því næst voru verðlaun veitt fyrir skíðagöngu og í kjölfarið steig Ari Eldjárn á svið og var með vel heppnað uppstand. Í lokin voru veittir bikarmeistaratitlar í skíðagöngu fyrir samanlagðan árangur á öllum bikarmótum vetrarins og Skíðamóti Íslands.

Bikarmeistarar í skíðagöngu árið 2016

Karlar
1. Vadim Gusev SKA 890 stig
2. Albert Jónsson SFÍ 836 stig
3. Sævar Birgisson SÓ 680 stig

Konur
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ 1180 stig
2. Sólveig María Aspelund SFÍ 620 stig
3. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir SFÍ 540 stig

18-20 ára drengir
1. Albert Jónsson SFÍ 1000 stig 

18-20 ára stúlkur
1. Sólveig María Aspelund SFÍ 760 stig
2. Kristrún Guðnadóttir Ullur 440 stig
3. Hugrún Pála Birnisdóttir SÓ 240 stig

16-17 ára drengir
1. Sigurður Arnar Hannesson SFÍ 1040 stig
2. Pétur Tryggvi Pétursson SFÍ 540 stig
3. Dagur Benediktsson SFÍ 460 stig

16-17 ára stúlkur
1. Harpa Sigríður Óskarsdóttir Ullur 1000 stig

Áður höfðu verið veittir bikarmeistaratitlar í flokkum 12-15 ára en það var gert á Unglingameistaramót Íslands sem fram fór á Akureyri 18.-21.mars. 

14-15 ára drengir: Egill Bjarni Gíslason SKA
14-15 ára stúlkur: Anna María Daníelsdóttir SFÍ
12-13 ára drengir: Nikodem Júlíus Frach SFÍ
12-13 ára stúlkur: Linda Rós Hannesdóttir SFÍ

Einnig voru veittir tveir bikarmeistaratitlar í félagakeppninni, annars vegar fyrir 15 ára og yngri og hinsvegar fyrir 16 ára og eldri. Báðir titlar fóru til Skíðafélags Ísfirðinga og voru Ísfirðingar með mikla yfirburði í félagakeppninni. 

Allar upplýsingar um bikarkeppnina má finna hér.