Bikarkeppni í alpagreinum í Bláfjöllum

Laugardaginn 17. febrúar fóru fram bikarmót í 12-13 og 14-15 ára flokkum í alpagreinum í Bláfjöllum. Upphaflega stóð til að keppa í svigi og stórsvigi en sökum færis og slæms veðurs á sunnudag var ákveðið að fresta stórsviginu og keppa í tveimur svig mótum á laugardag. Þrátt fyrir talsvert magn af nýjum snjó tókst að halda glæsileg mót. 

Öll úrslit má nálgast hér.
Einnig er búið að reikna bikarstig, þau má skoða hér.

Næsta mót í þessum flokkum er fyrirhugað helgina 3.-4 mars í Stafdal þar sem keppt veður í stórsvigi.