Besti árangur Snorra í vetur - 35.sæti í Tékklandi

Snorri Einarsson í Tékklandi í dag
Snorri Einarsson í Tékklandi í dag

Snorri Einarsson, A-landsliðsmaður í skíðagöngu, var meðal keppenda í heimsbikar dagsins í Novo Mesto í Tékklandi. Nokkuð krefjandi aðstæður voru á mótsstað í dag en það snjóaði mikið og því erfitt að finna rétt rennsli á skíðin.

Snorri náði sínum besta árangri í vetur í heimsbikarnum með því að enda í 35.sæti. Var hann einungis 14 sekúndum frá 30.sætinu sem er síðasta sætið sem gefur heimsbikarstig. Árangur Snorra í vetur hefur verið stigvaxandi og er hann að nálgast sitt besta form.

Úrslit dagsins má sjá hér.

Á morgun fer fram 15 km eltiganga með hefðbundinni aðferð á sama stað sem hefst kl.12:00 á íslenskum tíma. Ræst er út eftir úrslitum dagsins og mun Snorri því hefja leik nr. 35. Hægt verður að fylgjast með lifandi tímatöku hér og svo er hægt að sjá mótið á sjónvarpsstöðvum eins og Eurosport, NRK og SVT.