Benedikt með flottan sigur á Ítalíu

Beinni tekur við sigurverðlaununum í Pila á Ítalíu í dag
Beinni tekur við sigurverðlaununum í Pila á Ítalíu í dag

Benedikt Friðbjörnsson, snjóbrettamaður úr SKA heldur áfram að gera það gott í mótum á erlendri grundu.

Í dag náði Benedikt frábærum árangri á Pila Rookie Fest mótinu á Ítalíu, sem er hluti af World Rookie Tour mótaröðinni.  Benedikt sigraði í sínum flokki (U15 - "Groms") og landaði öðru sætinu í heildarkeppninni.  Í sigurferðinni hlaut Benni 87,0 stig og vann með tveggja stiga mun.  Í undankeppninni náði hann einnig 1. sætinu í sínum flokki með ferð uppá 79,0 stig. 

Með sigrinum í dag tryggði hann sér ennfremur þátttökurétt á World Rookie Finals sem fram fer í Austurríki í lok mánaðarins.