Benedikt í 20. sæti á HM unglinga í Svíþjóð

Benni sést hér á hvolfi!
Benni sést hér á hvolfi!

Í dag lauk keppni á HM unglinga á snjóbrettum sem fram fór í Klappen í Svíþjóð.

Keppni dagsins voru úrslitin í risastökki (big air) þar sem Benedikt Friðbjörnsson var meðal keppenda, en hann var eini íslenski keppandinn sem komst áfram eftir undankeppnina í gær.  

Benedikt náði sér ekki alveg á strik í dag og hafnaði í 20. sæti eftir 3 stökk í úrslitunum og hlaut 16.00 stig fyrir sitt besta stökk.  En þetta er sannarlega flottur árangur hjá þessu unga snjóbrettamanni, sem er einungis 14 ára gamall, en keppendur á HM unglinga eru allt að 18 ára gamlir.

Úrslitin í mótinu má sjá nánar hér

Íslenski hópurinn, sem taldi alls átta keppendur, landsliðsþjálfara og tvo aðstoðarmenn heldur svo heim á leið á morgun, sunnudag eftir að hafa verið í Svíþjóð síðan 5. apríl.