Benedikt í 13. og 18. sæti í Evrópubikar

Benni í góðri flugferð fyrr í vetur
Benni í góðri flugferð fyrr í vetur

Benedikt Friðbjörnsson snjóbrettamaður úr SKA var meðal keppenda á tveimur mótum í Risa Stökki (Big Air) í Evrópubikarmótaröðinni sem fram fór í Götschen í Þýskalandi nú í vikunni.  

Benedikt gerði virkilega vel og náði að landa 18. sæti í fyrra mótinu og bætti svo um betur í því seinna þar sem hann náði 13. sæti. 

Fyrir árangurinn í fyrra mótinu hlaut Benedikt 20.80 FIS stig og 65.00 Evrópubikarstig og í því seinna náði hann í 32.00 FIS stig og 100.00 Evrópubikarstig.  Með þessu nær Benedikt að bæta stöðu sína talsvert á heimslistanum.

Sannarlega frábær árangur hjá þessum unga og efnilega snjóbrettamanni, en Benedikt er aðeins 14 ára gamall.

Úslitin úr mótunum tveimur má sjá hér: 26/2 og 27/2