Benedikt Friðbjörnsson sigraði í Austurríki!

Benedikt Friðbjörnsson tekur við verðlaunum í karlaflokki
Benedikt Friðbjörnsson tekur við verðlaunum í karlaflokki

Benedikt Friðbjörnsson, B-landsliðsmaður á snjóbrettum, gerði sér lítið fyrir og sigraði á alþjóðlegu móti í Austurríki í gær. Keppt var í Slopestyle og fór keppnin fram í Saalbach, Austurríki.

Benedikt verður 15 ára á árinu og keppti í unglingaflokki þar sem hann sigraði. Þrátt fyrir að vera í unglingaflokki keppti hann einnig í opnum fullorðinsflokki sem hann sigraði líka þrátt fyrir að keppa við marga mun eldri keppendur. Frábær árangur!

Að svo stöddu eru ekki komin alþjóðleg stig fyrir mótið.

Úrslit úr mótinu má sjá hér. Endanleg úrslit með stigum koma svo inn hér.