Benedikt Friðbjörnsson í 2. sæti í Livigno

Benni á góðu flugi í dag!
Benni á góðu flugi í dag!

Í dag lauk snjóbrettakeppninni World Rookie Fest 2019 í Livigno á Ítalíu. 
Mótið er hluti af hinni alþjóðlegu World Rookie Tour unglingamótaröð, sem fer fram víða um heim.

Afrekshópur SKÍ á snjóbrettum fór í skipulagða keppnisferð á mótið undir handleiðslu Einars Rafns Stefánssonar landsliðsþjálfar og Leifs Sigurðssonar aðstoðarmanns.  

SKÍ átti samtals níu keppendur á mótinu, tvær konur og sjö karla, bæði úr landsliðum SKÍ sem og afrekshópi unglinga:

Baldur Vilhelmsson
Benedikt Friðbjörnsson
Monika Rós Martin
Vildís Edwinsdóttir
Ástvaldur Ari Guðmundsson
Birkir Þór Arason
Borgþór Ómar Jóhannsson
Kolbeinn Þór Finnsson
Aron Kristinn Ágústsson

Undankeppni í Slope-Style fór fram í gær og í dag og komust fjórir íslenskir keppendur áfram í úrslitin, þau: Baldur, Benedikt, Monika Rós og Borgþór Ómar.

Benedikt Friðbjörnsson gerði sér þar lítið fyrir í úrslitunum og náði þar 2. sætinu í sínum flokki (Groms) með 83,2 stig 

Úrslitin úr mótinu má skoða hér.  Myndband frá úrslitunum í dag má sjá í heild sinni hér