Baldur Vilhelmsson sigrar í Zillertal

Baldur, fyrir miðju, að taka við verðlaunum í dag
Baldur, fyrir miðju, að taka við verðlaunum í dag

Áfram halda snjóbretta strákarnir okkar að standa sig frábærlega. Í dag keppti hópurinn á alþjóðlega mótinu Välley Rälley sem fór fram í Zillertal dalnum í Austurríki. Baldur Vilhelmsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk en allir íslensku strákarnir voru ofarlega í sínum flokkum. Í heildina voru 120 keppendur en keppt var í slopestyle þar sem farnar voru tvær ferðir og betri ferðin gilti til stiga.

Grom Boys
1. Baldur Vilhelmsson
9. Benni Friðbjörnsson

Rookie Boys
6. Aron Snorri Davíðsson
11. Egill Gunnar Kristjánsson
13. Tómas Orri Árnason
14. Oddur Vilberg Sigurðsson

Men
5. Ísar Edwinsson

Mótshaldarar fengu svo íslensku strákana til þess að taka þátt í skemmtilegu myndbandi tengt mótinu, það má sjá hér að neðan.

"Onetake followcam" Zillertal Välley Rälley hosted by Ride Snowboards “Zillertal Arena Gerlos" from Ästhetiker on Vimeo.