Baldur Vilhelmsson í 5.sæti á FIS móti í Landgraaf

Baldur Vilhelmsson í keppni síðasta vetur
Baldur Vilhelmsson í keppni síðasta vetur

Fyrir stuttu leik keppni í Landgraaf, Hollandi á alþjóðlegu FIS móti í slopestyle. Alls tóku sex strákar þátt frá Íslandi eða allir liðsmenn í A og B landsliði á snjóbrettum. Um 76 keppendur tóku þátt í karlaflokki.

Fyrr í dag fór fram undankeppni þar sem keppt var í fjórum undanriðlum þar sem fjórir efstu úr hverjum riðli komust áfram. Baldur Vilhelmsson var í riðli tvö og endaði í 2.sæti í honum og komst því í úrslit. Marinó Kristjánsson var í riðli fjögur og átti nokkuð góða ferð en endaði í 5.sæti og komst því ekki í úrslitin. Aron Snorri Davíðsson, Benedikt Friðbjörnsson, Egill Gunnar Kristjánsson og Tómas Orri Árnason voru allir nokkuð frá því að enda í efstu fjórum sætunum í sínum riðlum.

Þar sem brekkurnar í skíðahúsinu eru styttri en gengur og gerist úti var hver ferð í raun tvær ferðir. Annars vegar ferð á rail og hinsvegar á palla, samanlagt var þetta ein heildarferð. Í undankeppninni fengu allir keppendur tvö rennsli.

Í úrslitunum voru einnig farnar tvær ferðir og átti Baldur virkilega góðar ferðir og endaði að lokum í 5.sæti. Hann átti frábæra ferð á railinu og var þar með næst besta árangurinn af öllum. Fyrir árangur fær Baldur 49.50 FIS stig er það hans besta mót á ferlinum og mikil bæting á heimslista FIS.

Hér að neðan má sjá úrslitin úr úrslitunum í karlaflokki í dag auk árangur íslensku strákana. Heildarúrslit má sjá hér.

Sæti Nafn Árgerð Þjóð Rail Pallar Samtals FIS stig
1. BASTIAANSEN Erik 1998 NED 87,00 92,99 179,00 110.00
2. JAROS Samuel 2001 SVK 77,00 96,00 173,00 88.00
3. FRICZ Botond Istvan 2000 HUN 80,50 91,00 171,50 66.00
4. WOLF Casper 2001 NED 79,50 82,00 161,50 55.00
5. VILHELMSSON Baldur 2002 ISL 82,50 70,00 152,50 49.50
6. GAUGER Wendelin 2000 SUI 61,50 88,50 150,00 44.00
7. VERMAAT Sam 2005 NED 68,00 81,50 149,50 39.60
8. VICKTOR Noah 2001 GER 76,00 65,00 141,00 35.20
9. MOUTON Boris 1997 SUI 58,50 76,50 135,00 31.90
10. ECKHOFF Mathias 1999 NOR 75,00 59,00 134,00 28.60
11. MCDERMOTT Eli 2002 USA 63,00 70,00 133,00 26.40
12. GROENEVELD Kai 2004 NED 78,00 52,50 130,50 24.20
13. ROVENSKY Jan 1999 CZE 64,50 65,00 129,50 22.00
14. PEETERS Lorenzo 1994 BEL 71,50 52,00 123,50 19.80
15. MORAUSKAS Motiejus 2002 LTU 74,50 16,50 91,00 17.60
16. AMSUESS Moritz 1996 AUT 22,50 26,00 48,50 16.50
31. KRISTJANSSON Marino 2000 ISL - - - 3.08
52. FRIDBJORNSSON Benedikt 2004 ISL - - - 1.64
57. ARNASON Tomas Orri 2001 ISL - - - 1.47
63. DAVIDSSON Aron Snorri 1999 ISL - - - 1.28
66. KRISTJANSSON Egill Gunnar 1999 ISL - - - 0.00


Á morgun verður keppt á sama stað í Evrópubikarmóti. Svipaður fjöldi keppenda er með á morgun. Fyrri tveir undanriðlarnir hefjast kl. 09:15 í fyrramálið að íslenskum tíma en seinni tveir kl. 11:45.