Baldur Vilhelmsson í 2.sæti á WRT Final

Baldur Vilhelmsson á verðlaunapallinum
Baldur Vilhelmsson á verðlaunapallinum

Um helgina fór fram "World Rookie Tour Final" við Kaprun í Austurríki. Fimm íslenskir keppendur kepptu í slopestyle við frábærar aðstæður. Baldur Vilhelmsson gerði sér lítið fyrir og endaði í 2.sæti í yngri flokkum, en keppt er í tveim flokkum, annars vegar yngri og hins vegar heildarflokk þar sem allir keppa saman óháð aldri. Stigalega séð er þetta næst besta mót á ferlinum hjá Baldri en hann fær 181.92 stig.

Úrslit úr Slopestyle
16.sæti - Baldur Vilhelmsson (2.sæti í yngri)
43.sæti - Marinó Kristjánsson
65.sæti - Birkir Georgsson
69.sæti - Egill Gunnar Kristjánsson
77.sæti - Benedikt Friðbjörnsson

Heildarúrslit er hægt að sjá hér.