Baldur Vilhelmsson í 2.sæti á móti í Schladming

Baldur á verðlaunapallinum eftir mót dagsins
Baldur á verðlaunapallinum eftir mót dagsins

Á miðvikudaginn fór landsliðshópurinn á snjóbrettum til Austurríkis í æfinga- og keppnisferð. Hópurinn hóf ferðina í Schladming á æfingum og kepptu í dag í slopestyle á Blue Tomato Plan P Planai mótinu. Tveir íslenskir keppendur komust í úrslit en einungis sex stigahæstu keppendurnir eftir undankeppnina komust í úrslit. Egill Gunnar Kristjánsson var efstur að henni lokinni og Baldur Vilhelmsson var í 2.sæti. Í úrslitunum náði Baldur 2.sætinu en Egill Gunnar náði ekki jafn góðri ferð og í undankeppninni og endaði í 5.sæti. 

Hér má sjá úrslit dagsins.

2.sæti - Baldur Vilhelmsson
5.sæti - Egill Gunnar Kristjánsson
15.sæti - Tómas Orri Árnason 
16.sæti - Marinó Kristjánsson
18.sæti - Aron Snorri Davíðsson
22.sæti - Bjarki Arnarsson

Á morgun ferðast hópurinn yfir til Zell am Ziller og æfir í vikunni í Zillertal arena. Um næstu helgi taka þeir svo þátt í Valley Ralley mótinu sem fer fram á sama stað.