Baldur í 7. sæti á WRT í Livigno

Íslenski hópurinn saman kominn í Livigno
Íslenski hópurinn saman kominn í Livigno

Baldur Vilhelmsson snjóbrettamaður úr SKA keppti í gær í úrslitum í brettastíl (slopestyle) á World Rookie Fest mótinu í Livigno.

Í úrslitunum voru farnar 3 ferðir og náði Baldur sinni bestu ferð í fyrstu ferð þegar hann náði að skora 65,5 stig sem skilaði honum 7. sæti í keppninni af 35 keppendum.  Baldur var eini íslenski keppandinn sem komst inní úrslitin að þessu sinni.   

Hluti íslenska hópsins heldur heim á leið í dag, en landslið SKÍ á snjóbrettum fer áfram ásamt Einari Rafni landsliðsþjálfara SKÍ til Vars í Frakklandi þar sem keppt verður í brettastíl og risastökki á Evrópubikarmóti um helgina.  Fylgjast má nánar með því móti hér.