Atomic Cup mótaröðinni lokið

Atomic Cup mótaröðinni lauk í gær, en mótaröðin fór fram á Akureyri. Keppni fór fram í suðurbakkanum báða dagana við flottar aðstæður. 

Á þriðjudeginum fóru fram tvö svigmót og var hart og flott færi. Mótahald gekk frábærlega og var þessum tveim mótum lokið af á stuttum tíma. 

Í gær, miðvikudag, fór svo fram eitt stórsvigsmót. Færið í bakkanum var flott en veðrið var aðeins að stríða mótshöldurum. Á endanum náðist þó að klára flott mót. 

Atomic Cup meistarar urðu þau Feydís Halla Einarsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson. 

Öll úrslit frá mótunum má sjá hér