Atomic Cup hefst í dag

Næstu tvo daga fer fram Atomic Cup sem er alþjóðleg FIS mótaröð í alpagreinum sem keyrð er á undan Skíðamóti Íslands. Mótaröðin hefur verið haldin undanfarin ár og ávallt lukkast vel en í ár fer hún fram á Akureyri. Hér að neðan má sjá dagskrá mótsins en mótið verður einnig í beinni útsendingu hjá SKÍ. Allar upplýsingar og slóðir á útsendinguna verða settar beint á facebook-síðu SKÍ seinna í dag ásamt því að þessi frétt verði uppfærð.

Þriðjudagur 3.apríl -  Tvö svig
Fyrra mót
Fyrri ferð kl.18:00
Seinni ferð kl.19:20

Seinna mót
Fyrri ferð kl.20:50
Seinni ferð kl. 22:20

Miðvikudagur 4.apríl - Eitt stórsvig
Fyrri ferð kl.17:30
Seinni ferð kl.19:00

Öll úrslit verður hægt að nálgast hér.

ATH - Mótið verður keyrt hraðar en tímasetningar gefa til kynna ef hægt er og aðstæður leyfa.