Alpagreinar - Sturla Snær í 15. sæti í Asíubikar

Sturla Snær Snorrason (Mynd: Mbl/AFP)
Sturla Snær Snorrason (Mynd: Mbl/AFP)

Sturla Snær Snorrason, skíðamaður úr Ármanni, hefur undanfarna daga verið við keppni í Asíubikarmótum í Suður Kóreu.

Mótin fóru fram í YongPyong og Bears Town dagana 7.-14. febrúar og alls keppti Sturla á 4 mótum í ferðinni, 3 svigmótum og 1 stórsvigsmóti.

Sturla náði sínum besta árangri á ferlinum í morgun þegar hann náði að landa 15. sæti í svigi af alls 75 keppendum.  Sturla átti þar annan besta tímann í seinni ferðinni og endaði aðeins 1,30 sek. á eftir sigurvegara mótsins.  Fyrir árangurinn hlaut hann 26.99 FIS stig, sem er, eins og áður sagði, besti árangur hans á ferlinum og því mikið stökk uppávið á heimslista FIS.  Útslit mótsins í dag má sjá nánar hér

Í gær náði Sturla svo 29. sæti í svigi og hlaut fyrir það 52.68 FIS stig.  Á þriðjudaginn var hann í 39. sæti í stórsvigi og hlaut fyrir það 70.03 FIS stig og á föstudaginn í síðustu viku keppti hann í svigi en féll þá úr keppni eftir ferðina.  Úrslitin úr öllum mótunum má sjá betur hér

Sannarlega glæsilgur árangur hjá Sturlu, sem heldur nú aftur til Evrópu til frekari æfinga og keppni.