Alpagreinanefnd gefur út leiðbeinandi viðmið um búnað barna

Alpagreinanefnd SKÍ hefur gefið út leiðbeinandi viðmið um búnað barna í alpagreinum. Viðmiðin má sjá hér að neðan en einnig hefur skjal verið sett inn á heimasíðuna hér (neðst). Uppfæri alpagreinanefnd viðmiðin verður skjalið á heimasíðunni uppfært.

  1. Eingöngu er heimilt að nota eitt par af skíðum í hverri keppni í hverri grein, þ.e.a.s. ekki er heimilt að nota sérstakt par til skoðunar eða upphitunar og annað til keppni.
  2. Óheimilt er að nota borð og þvingur á keppnisstað. Einnig er ekki heimilt að nota flúor áburð og skerpa kanta, einungis má skafa og/eða handbursta skíði á keppnisstað.
  3. Einungis er heimilt að þjálfari félags og eða liðsstjóri (sem þjálfari skipar) sé í starti á keppnisstað.
  4. Börn undir 10 ára (4. bekkur og yngri) skulu aðeins notast við eitt par af skíðum óháð grein.
  5. Öll börn 12 ára og eldri skulu nota hjálma viðurkennda af FIS.
  6. Bent skal á að ef börn 12 ára og eldri keppa erlendis geta þau lent í því að þurfa að keppa í keppnisgöllum vottuðum af FIS.