Albert með besta mótið á ferlinum í Scandinavian Cup

Albert Jónsson
Albert Jónsson

Um helgina fór fram Scandinavian Cup mót í skíðagöngu í Östersund, Svíþjóð. Nokkrir íslenskir keppendur voru á staðnum, meðal annars fjórir landsliðsmenn. Mótaröðin flokkast sem álfubikar innan FIS og er því meðal næst sterkustu mótaraða í heiminum.

Albert Jónsson stóð sig mjög vel í gær og gerði besta mótið sitt á ferlinum í lengri vegalengdum.

Föstudagurinn 14.des - 1,4 km sprettur, hefðbundin aðferð
85.sæti Kristrún Guðnadóttir 227.19 FIS stig

Föstudagurinn 14.des - 1,6 km sprettur, hefðbundin aðferð
147.sæti Isak Stianson Pedersen 185.74 FIS stig
160.sæti Dagur Benediktsson 214.04 FIS stig
162.sæti Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson 218.45 FIS stig (bæting á heimslista)

Sunnudagurinn 16.des - 10 km, frjáls aðferð
91.sæti Kristrún Guðnadóttir 184.34 FIS stig
97.sæti Gígja Björnsdóttir 205.15 FIS stig (bæting á heimslista)

Föstudagurinn 14.des - 15 km, frjáls aðferð
149.sæti Albert Jónsson 117.03 FIS stig (bæting á heimslista)
187.sæti Isak Stianson Pedersen 136.90 FIS stig
217.sæti Dagur Benediktsson 166.12 FIS stig
232.sæti Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson 217.77 FIS stig (bæting á heimslista)

Hér má finna öll úrslit frá mótinu.