Áfram gott gengi í Kanada - Hólmfríður Dóra í 21.sæti

Hólmfríður Dóra við keppni í Kanada
Hólmfríður Dóra við keppni í Kanada

Í gær hófst keppni í stórsvigi í Norður-Ameríku bikar sem fram fer í Nakiska, Kanada. Samkvæmt plani átti að fara fram stórsvig í gær og í dag fyrir bæði kyn. En vegna mikils vinds þurfti að breyta planinu og einungis var keppt hjá konum í stórsvigi í gær og í dag hjá körlunum. Hinu stórsviginu hefur verið aflýst en áfram eru tvö svigmót á dagskrá 19.-20.desember.

Hólmfríður Dóra átti flott mót þar sem keppt var við krefjandi aðstæður. Var í  41.sæti eftir fyrri ferðina og endaði í 21.sæti af 93 keppendum sem hófu leik. Fyrir mótið fær Hólmfríður Dóra 71.28 FIS stig en það er aðeins frá hennar stöðu heimslistanum þar sem hún er með 60.05 FIS stig. Hins vegar fær Hólmfríður 10 stig í stigakeppni Norður-Ameríku bikarsins og er því samtals koinn með 22 stig eftir tvö mót. Einungis gefa efstu 30 sætin stig til álfukeppnismeistara og frábært að ná í stig á sínum fyrstu mótum í álfukeppni sem flokkast sem næst sterkasta mótaröðin innan FIS.

Í dag keppni Sturla Snær einnig í stórsvigi en náði því miður ekki að komast í efstu 60 sætin sem gefa keppnisrétt í seinni ferðina. Sturla Snær var í 64.sæti að lokinni fyrri ferð af alls 128 keppendum sem hófu leik. Sturla Snær var einungis 37/100 úr sekúndu frá því að ná að komast í seinni ferðina. Á morgun hefst keppni í svigi en það er sérgreinin hans.

Þriðjudagur 17.desember - Stórsvig kvenna
21.sæti - Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir (71.28 FIS stig)

Miðvikudagur 18.desember - Stórsvig karla
Sturla Snær Snorrason náði ekki að komast í seinni ferð.

Öll úrslit má finna hér. Á sömu slóð má finna lifandi tímatöku fyrir svigið sem hefst seinni partinn á morgun á íslenskum tíma.