Æfingaferð snjóbrettafólks í Austurríki

Afrekshópur og landsliðsfólk SKÍ á snjóbrettum var við æfingar í Hintertux í Austurríki dagana 18.-31. október

Í ferðinni voru sjö keppendur úr afrekshóp og fjórir keppendur úr B-landsliði SKÍ, ásamt landsliðsþjálfara og fararstjóra.

Upphaflega átti hópurinn að vera við æfingar á Stubai jöklinum en sökum snjóleysis þar færði hópurinn sig yfir á Hintertux jökulinn, þar sem aðstæður voru mun betri til æfinga. 

Ferðin gekk í alla staði mjög vel fyrir sig og var æft stíft alla daga undir handleiðslu Einars landsliðsþjálfara.
Hópurinn náði virkilega vel saman og kynntust þau hvort öðru vel í ferðinni.  

Keppendur úr Afrekshópi SKÍ sem fóru:

Monika Rós Martin
Vildís Edwinsdóttir
Aron Kristinn Ágústsson
Ástvaldur Ari Guðmundsson
Birkir Þór Arason
Borgþór Ómar Jóhannsson
Kolbeinn Þór Finnsson

Keppendur úr B-landsliði SKÍ sem fóru:

Aron Snorri Davíðsson
Benedikt Friðbjörnsson
Egill Gunnar Kristjánsson
Tómas Orri Árnason

Þjálfari og fararstjóri í ferðinni voru:
Einar Rafn Stefánsson - Landsliðsþjálfari snjóbretta
Jóhann Óskar Borgþórsson

Það er ljóst að framtíðin er björt í snjóbrettunum hjá okkur með þennan frábæra hóp ungmenna.
Næsta verkefni hjá A- og B-landsliðinu í snjóbrettum er Evrópubikarmót í Landgraaf í Hollandi, dagana 19.-23. nóvember.