Æfingabúðir á Ísafirði um s.l. helgi

Skíðasamband Íslands stóð fyrir æfingabúðum fyrir unglinga og landsliðsmenn í skíðagöngu um síðustu helgi á Ísafirði og nágrenni. Nýr landsliðsþjálfari, Norðmaðurinn Jostein Hestmann stjórnaði æfingunni en þjálfari ísfirðinga Steven P. Gromatka var honum innan handar.

Mjög góð þátttaka var í búðunum en 16 manns tóku þátt þ.m.t. báðir A-landsliðsmenn SKÍ þeir Bryjnar L. Kristinsson og Sævar Birgisson. Veður lék við hópinn þennan tíma sem nýtti sér það og fór á fjölbreyttar æfingar. M.a. var gengið á hjólaskíðum á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, hlaupið var með stafi upp Hrafnseyrarheiði og út Súgandsfjörð ásamt hjólaskíðum á Flateyri og þrekþjálfun í fjörunni í Holti.  Þátttakendur voru allir sammála um að einkar vel hafi tekist til og þeir skemmt sér vel og æft mikið.