1. og 2. sæti hjá Benedikt í Austurríki

Benedikt (til vinstri) tekur við verðlaunum fyrir 2. sætið í heildarkeppninni í gær
Benedikt (til vinstri) tekur við verðlaunum fyrir 2. sætið í heildarkeppninni í gær

Snjóbrettamaðurinn Benedikt Friðbjörnsson úr SKA heldur áfram að gera virkilega góða hluti á mótum erlendis.

Í gær sunnudag, keppti Benedikt á móti á Zillertal Välley Rälley mótaröðinni sem haldið var í Penken Park í Austurríki.

Benedikt gerði sér lítið fyrir og sigraði 13-15 ára  (groms) flokkinn með glæsibrag.  

Í heildarkeppninni (allir flokkar) náði Benedikt svo einnig að landa 2. sætinu.

Úrslitin úr mótinu, ásamt myndum o.fl. má sjá á FB síður mótaraðarinnar, hér