Samæfing í skíðagöngu Reykjavík

7.-10. júní

Fyrsta samæfing sumarsins fer fram í Reykjavík 7.-10.júní 2018. Gist verður í Bláfjöllum í skíðaskála ÍR og Víkings. Æfingarnar munu fara að mestu fram í Bláfjöllum en einhver hluti í Reykjavík. Þegar æfing fer fram í Reykjavík verður að sjálfsögðu öllum þátttakendum skutlað til Reykjavíkur. Mæting er í Bláfjöll um kl.17:00-17:30 en æfing á fimmtudag hefst kl.18:30. Boðið verður uppá morgun-, hádegis- og kvöldmat á föstudag og laugardag, kvöldmat á fimmtudag og morgun- og hádegismat á sunnudag. Þátttakendur þurfa að hafa með sæng/svefnpoka, kodda og lak. Meðferðis þarf einnig að hafa æfingafatnað, hlaupaskó, hjólaskíði, stafi og hjálm. Gott er að taka með sundföt og handklæði.

Dagskrá:
Fimmtudagur 7.júní
18:30 Hlaup (Heiðmörk)

Föstudagur 8.júní
09:00 Hjólaskíði (Test race skate - Bláfjöll)
16:30 Hjólaskíði (Strength + classic with speed - Mosfellsbær)
20:00 Fyrirlestur um mikilvægi svefns (Bláfjöll)

Laugardagur 9.júní
09:00 Hlaup (Test race run - Bláfjöll)
13:30 Fyrirlestur um íþróttasálfræði – Markmiðasetning (Bláfjöll)
16:30 Hjólaskíði (Classic - Bláfjöll)

Sunnudagur 10.júní
08:30 Hlaup (Long run – Esjan)

Nánari upplýsingar gefur Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ á netfangið ski@ski.is eða í síma 660-4752. Þau félög sem vilja taka þátt í samæfingunni þurfa að senda skráningu á ski@ski.is í síðasta lagi sunnudaginn 3.júní. Í skráningunni þurfa að koma fram upplýsingar um fjölda þátttakenda, hvort sem um ræðir iðkendur eða þjálfara.

Kostnaður við hvern þátttakenda er 10.000 kr. Hver þátttakandi þarf að millifæra inná reikning Skíðasambands Íslands (kt. 590269-1829 – rk. 162-26-3860). Félag getur millifært fyrir alla sína iðkendur ef vilji er fyrir því.