Samæfing í skíðagöngu Akureyri

16.-19. ágúst

Önnur samæfing sumarsins fer fram á Akureyri 16.-19.ágúst 2018. Gist verður í Oddeyrarskóla. Æfingarnar munu fara fram á Akureyri og í næsta nágrenni.  Mæting er í Oddeyrarskóla um kl.17:00-17:30 en æfing á fimmtudag hefst kl.18:00. Boðið verður uppá morgun-, hádegis- og kvöldmat á föstudag og laugardag, kvöldmat á fimmtudag og morgun- og hádegismat á sunnudag. Þátttakendur þurfa að hafa með sæng/svefnpoka, kodda og lak. Meðferðis þarf einnig að hafa æfingafatnað, hlaupaskó, hjólaskíði, stafi og hjálm. Gott er að taka með sundföt og handklæði.

Dagskrá:

Fimmtudagur 16.ágúst
18:00 Hjólaskíði (Classic, double poling towards the intersection in Hrafnagil)

Föstudagur 17.ágúst
09:00 Hlaup með stafi (Elghufs w. Poles - 6x6 senior men, 5x6 senior women & junior, 4x5 up to 16y. Start at Glerá and follow the mountain road up to the top of Hlíðarfjall)
16:00 Hjólaskíði (Skate with speed)

Laugardagur 18.ágúst
09:00 Hjólaskíði (Skate test, Hlíðarfjallsvegur to the top, mass start)
16:00 Hjólaskíði og styrkur (Classic + strenght)

Sunnudagur 19.ágúst
09:00 Hlaup (Long run w. Poles and agility training after appox. 1h, start Kjarnaskógur and into Glerárdalur)

Nánari upplýsingar gefur Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ á netfangið ski@ski.is eða í síma 660-4752. Þau félög sem vilja taka þátt í samæfingunni þurfa að senda skráningu á ski@ski.is í síðasta lagi sunnudaginn 12.ágúst. Í skráningunni þurfa að koma fram upplýsingar um fjölda þátttakenda, hvort sem um ræðir iðkendur eða þjálfara.

Kostnaður við hvern þátttakenda er 10.000 kr. Hver þátttakandi þarf að millifæra inná reikning Skíðasambands Íslands (kt. 590269-1829 – rk. 162-26-3860). Félag getur millifært fyrir alla sína iðkendur ef vilji er fyrir því.