Eftirlitsmannanámskeið í alpagreinum

16. desember

Skíðasamband Íslands mun standa fyrir eftirlitsmannanámskeiði í alpagreinum laugardaginn 16.desember. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og hefst að loknu ENL móti í fullorðins flokki sem fram fer í Bláfjöllum. Þeir sem klára námskeiðið hljóta réttindi til að vera eftirlitsmenn á bikarmótum í flokki 12-15 ára í alpagreinum. Réttindin gilda í fimm ár en mælst er til þess að réttindin séu uppfræð árlega. Eftirlitsmenn fá borgað fyrir sín störf samkvæmt gjaldskrá SKÍ.

Eftir námskeiðið verður verkefnum vetrarins útdeilt til eftirlitsmanna sem hafa lokið námskeiðinu.

Dagskrá, með fyrirvara um breytingar:
16. desmber - 3.hæð ÍSÍ í laugardal
18:00-22:00 - Námskeið

Efni á námskeiði:

  • Hlutverk eftirlitsmanna
  • Mótsreglur
  • Öryggismál
  • Reglubreytingar

Kennari: Smári Kristinsson - Alþjóðlegur FIS eftirlitsmaður

Verð: 12.500 kr. á hérað óháð fjölda. Greiðsla þarf að hafa borist fyrir námskeiðið.

  • Innifalið: Námskeiðsgögn og kvöldsnarl.

Skráning þarf að berast fyrir föstudaginn 8.desember á netfangið sigurgeir@ski.is.