Vel heppnað og fjölmennt bikarmót um helgina

Flottar aðstæður á Dalvík um helgina
Flottar aðstæður á Dalvík um helgina

Um helgina var haldið fyrsta bikarmót vetrarins í flokkum 12-13 ára og 14-15 ára í Böggvisstaðafjalli á Dalvík.
Það voru skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem héldu mótið í sameiningu.

Þátttakan í mótinu var mjög góð og voru alls um 90 keppendur skráðir til leiks. 
Aðstæður á Dalvík voru allar hinar bestu, fínt veður og gott færi í fjallinu.

Keppt var í svigi á laugardag og stórsvigi á sunnudag og voru helstu úrslit þessi:

Svig - Stelpur 12-13 ára:
1. sæti - Elín Elmarsdóttir Val Pelt - Hengill - 1:34,37
2. sæti - Margrét Davíðsdóttir - Breiðablik - 1:43,97
3. sæti - Amalía Zóega - ÚÍA - 1:46,62
Svig - Strákar 12-13 ára:
1. sæti - Jakob Kristjánsson - ÚÍA - 1:42,03
2. sæti - Benedikt Snær Runólfsson - Ármann - 1:43,02
3. sæti - Stefán Gíslason - Hengill - 1:47,10
Svig - Stelpur 14-15 ára:
1. sæti - Ólafía Elísabet Einarsdóttir - Breiðablik - 1:37,14
2. sæti - Lovísa Sigríður Hansdóttir - Ármann - 1:41,55
3. sæti - Hildur Védís Heiðarsdóttir - SKA - 1:42,49
Svig - Strákar 14-15 ára:
1. sæti - Björn Davíðsson - Breiðablik - 1:34,51
2. sæti - Örvar Logi Örvarsson - Hengill - 1:36,65
3. sæti - Eyþór Þorsteinn Þorvarsson - SKA - 1:38,06

Öll úslitin úr svigi má sjá hér.

Stórsvig - Stelpur 12-13 ára:
1. sæti - Elín Elmarsdóttir Val Pelt - Hengill - 1:53,57
2. sæti - Sonja Líf Kristinsdóttir - SKA - 2:01,97
3. sæti - Emilía Þórný Ólafsdóttir - Ármann - 2:03,23
Stórsvig - Strákar 12-13 ára:
1. sæti - Markús Máni Pétursson - Dalvík - 1:53,33
2. sæti - Guðjón Guðmundsson - KR - 1:53,90
3. sæti - Stefán Leó Garðarsson - Breiðablik - 1:56,19
Stórsvig - Stelpur 14-15 ára:
1. sæti - Hildur Védís Heiðarsdóttir - SKA - 1:49,67
2. sæti - Karen Júlía Arnarsdóttir - SKA - 1:53,17
3. sæti - Ólafía Elísabet Einarsdóttir - Breiðablik - 1:53,77
Stórsvig - Strákar 14-15 ára:
1. sæti - Jón Erik Sigurðsson - Breiðablik - 1:51,92
2. sæti - Örvar Logi Örvarsson - Hengill - 1:51,95
3. sæti - Hallgrímur Magnússon - Breiðablik - 1:51,97

Öll úslitin úr stórsvigi má sjá hér.