Val á HM í alpagreinum

Skíðasamband Íslands hefur valið keppendur á heimsmeistaramótið í alpagreinum. Að þessu sinni fer heimsmeistaramótið fram í St. Moritz í Sviss og stendur frá 6.-19.febrúar. Allir keppendur eru valdir til þátttöku í svigi og stórsvigi en í fyrsta skipti í ár er undankeppni fyrir bæði kyn í báðum þessum greinum. Hópurinn mun vera í HM þorpinu frá 11.-20.febrúar en hér að neðan má sjá mótaplanið ásamt vali á keppendum og fylgdarmönnum.

Valið var eftir áður útgefnum lágmörkum

Mótaplan:
13.feb - Undankeppni kvenna í stórsvigi
16.feb - Undankeppni karla í stórsvigi
16.feb - Aðalkeppni kvenna í stórsvig
17.feb - Aðalkeppni karla í stórsvigi
17.feb - Undakeppni kvenna í svigi
18.feb - Undakeppni karla í svigi
18.feb - Aðalkeppni kvenna í svigi
19.feb - Aðalkeppni karla í svigi

Keppendur:
Andrea Björk Birkisdóttir
Freydís Halla Einarsdóttir
Helga María Vilhjálmsdóttir
María Guðmundsdóttir
Jón Gunnar Guðmundsson
Kristinn Logi Auðunsson
Magnús Finnsson
Sturla Snær Snorrason

Fararstjórn:
Jón Viðar Þorvaldsson - Fararstjóri
Egill Ingi Jónsson - Landsliðsþjálfari
Fjalar Úlfarsson - Aðstoðarþjálfari
Snorri Páll Guðbjörnsson - Aðstoðarmaður
Brynja Þorsteinsdóttir - Aðstoðarmaður
María Magnúsdóttir - Sjúkraþjálfari
Einar Þór Bjarnason - Formaður

Hér verður hægt að finna öll úrslit frá mótinu ásamt lifandi tímatöku. Einnig er hægt að finna mikið af upplýsingum á heimasíðu mótsins.