Undirbúningur fyrir HM í skíðagöngu í fullum gangi

Sævar Birgisson í brautinni í dag
Sævar Birgisson í brautinni í dag

HM í skíðagöngu hefst 21.febrúar næstkomandi og okkar keppendur sem taka þátt í mótinu eru í lokaundirbúningi þessa dagana. Stór hluti HM hópsins er við keppni í Falun um helgina. Keppt var í sprettgöngu í gær og göngu með hefðbundinni aðferð í dag.

Föstudagur 17.febrúar
Konur
45. Elsa Guðrún Jónsdóttir
55. Sólveig María Aspelund

Karlar
78. Sævar Birgisson
87. Brynjar Leó Kristinsson

U20 drengir
126. Dagur Benediktsson

Laugardagur 18.febrúar
Konur
53. Elsa Guðrún Jónsdóttir
135. Sólveig María Aspelund

Karlar
86. Sævar Birgisson
164. Brynjar Leó Kristinsson
179. Dagur Benediktsson

Öll úrslit má sjá hér.

Á morgun verður keppt í göngu með frjálsri aðferð á sama stað. Á mánudaginn fara þau Albert, Brynjar Leó, Elsa Guðrún og Sævar til Finnlands til að taka þátt á heimsmeistaramótinu. Snorri Einarsson mun einnig keppa á HM en hann hefur verið við æfingar í ölpunum.