Tvöföld keppni á morgun á HM í alpagreinum

Frá stórsvigsæfingu í dag
Frá stórsvigsæfingu í dag

Á morgun verður þétt dagskrá hjá íslenska hópnum á HM í alpagreinum. Fram fer aðalkeppni kvenna í stórsvigi og undankeppni karla í stórsvigi.

Aðalkeppni kvenna í stórsvigi - St. Moritz
Freydís Halla Einarsdóttir mun taka þátt í aðalkeppninni í stórsvigi eftir að hafa komist áfram úr undankeppninni. Hún mun hefja leik nr.74 en alls mun 98 keppendur ræsa en hægt er að sjá ráslista hér

Fyrri ferð hefst kl.9:45 og seinni ferð kl.13:00 að staðartíma. Sviss er einum klukkutíma á undan Íslandi.

Mótið verður í beinni útsendingu á RÚV en einnig verður lifandi tímataka frá mótinu og hana er hægt að sjá hér.

Undankeppni karla í stórsvigi - Zuoz
Fjórir karlkyns keppendur taka þátt fyrir Íslands hönd. Sturla Snær Snorrason nr.39, Kristinn Logi Auðunsson nr.70, Magnús Finnsson nr.71 og Jón Gunnar Guðmundsson nr. 75. Samtals taka þátt 127 keppendur en einungis 25 bestu komast áfram í aðalkeppnina, ráslista má sjá hér.

Fyrri ferð hefst kl.9:30 og seinni ferð kl.13:00 að staðartíma. Sviss er einum klukkutíma á undan Íslandi.

Hægt verður að fylgjast með lifandi tímatöku hér.