Tvö í úrslit á fyrsta móti í Finnlandi

Kristrún Guðnadóttir, önnur frá hægri, á ráslínunni í dag fyrir úrslitin
Kristrún Guðnadóttir, önnur frá hægri, á ráslínunni í dag fyrir úrslitin

Í dag fór fram fyrsta keppnin í Muonio í Finnlandi en landsliðið í skíðagöngu tekur þar þátt í mótaröð um helgina. Keppt var í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð. Keppnin byrjaði með tímatöku og fá allir keppendur FIS punkta út frá þeim úrslitum. Að tímatökunni lokinni fóru 30 bestu í úrslit þar sem sex hópar af fimm keppendum kepptu um laus sæti í undanúrslitum þar sem 12 bestu kepptu.

Föstudagur 9.nóv - Sprettganga, hefðbundin aðferð 1,4 km

Konur
23.sæti Kristrún Guðnadóttir 159.33 FIS punktar (bæting á heimslista)

Eftir úrslitin endaði Kristrún í 19.sæti.

Karlar
24.sæti Snorri Einarsson 161.27 FIS punktar (bæting á heimslista)

Eftir úrslitin endaði Snorri í 23.sæti.

31.sæti Isak Stianson Pedersen 177.20 FIS punktar
48.sæti Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson 251.24 FIS punktar (bæting á heimslista)
57.sæti Dagur Benediktsson 278.52 FIS punktar
60.sæti Albert Jónsson 289.37 FIS punktar

Öll úrslit má sjá hér.

Á morgun fer fram keppni í 5/10 km göngu með hefðbundinni aðferð. Keppni hefst kl. 10:00 að staðartíma sem gerir kl. 08:00 á íslenskum tíma.

Laugardagur 10.nóv - Ráslisti

Konur - 66 keppendur skráðir til leiks
32. Kristrún Guðnadóttir

Karlar - 109 keppendur skráðir til leiks
37. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson
50. Dagur Benediktsson
54. Albert Jónsson
59. Isak Stianson Pedersen
93. Snorri Einarsson

Hér má sjá ráslistana.

Ráslistinn er settur þannig upp að lakasti keppandinn fer fyrstur af stað og sá sterkasti síðast, útfrá heimslista FIS.

Mótið á morgun er gríðarlega sterkt. Sem dæmi má nefna að í karlaflokki er sjö keppendur í topp 24 á heimslista FIS skráðir til leiks.

Hér verður hægt að fylgjast með lifandi tímatöku í fyrramálið.