Tour de Ski - Snorri með mikla bætingu í fyrstu keppni

Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus

Keppni hófst í morgun á Tour de Ski sem er hluti af heimsbikar mótaröðinni í skíðagöngu. Fyrsti hluti keppninnar fer fram í Toblach á Ítalíu. Keppni dagsins var 1,3 km sprettganga með frjálsri aðferð.

Snorri endaði í 95.sæti og fékk 110,30 FIS stig sem er mikil bæting á heimslista en þar er hann með 146,60 FIS stig. Snorri er mun sterkari í lengri vegalengdum og þetta því fínasta byrjun á mótaröðinni. Tour de Ski samanstendur af sjö mótum og fimm þeirra eru lengri vegalengdir sem hentar okkar manni vel.

29.des 2018 - 1,3 km sprettur, frjáls aðferð
95.sæti - Snorri Einarsson 110.30 FIS stig

Heildarúrslit má sjá hér. Á morgun fer fram 15 km ganga með frjálsri aðferð á sama stað, í Toblach. 

Tour de Ski 2018/19 - Dagskrá framundan

Toblach, Ítalía
30.des - 10/15 km, frjáls aðferð (hefst kl.13:45 á íslenskum tíma)

Val Müstair, Sviss
1.jan - Sprettur, frjáls aðferð (úrslitin hefjast kl.11:00 á íslenskum tíma)

Oberstdorf, Þýskaland
2.jan - 10/15 km, hefðbundin aðferð, hópstart (hefst kl.13:00 á íslenskum tíma)
3.jan - 10/15 km, frjáls aðferð, eltiganga (hefst kl.11:45 á íslenskum tíma)

Val di Fiemme, Ítalía
5.jan - 10/15 km, hefðbundin aðferð, hópstart (hefst kl.14:10 á íslenskum tíma)
6.jan - Final Climb 9 km, frjáls aðferð, eltiganga (hefst kl.13:45 á íslenskum tíma)

Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit frá öllum hér.