Sturla Snær sigraði í Kanada

Fyrr í dag sigrað Sturla Snær Snorrason alþjóðlegt FIS mót í svigi sem fram fór í Devils Glen í Kanada. Sturla Snær fór til Kanada þann 8.mars og keppti í gær á sama stað en náði ekki að ljúka seinni ferð. Í dag gekk allt upp og eins og fyrr segir sigraði hann mótið. Fyrir mótið fær Sturla Snær 29.73 FIS punkta sem er hans annar besti árangur í svigi í vetur, á eftir undankeppninni fyrir HM í St. Moritz. Þetta mót mun því koma honum enn neðar á heimslista FIS.

Hér má sjá heildar úrslit úr mótinu, en að neðan má sjá tíu efstu í mótinu. 

Næstu tvo daga keppir Sturla Snær á tveimur stórsvigsmótum í Georgian Peaks áður en hann keppir í Norður Ameríku bikar í Mont Ste-Marie 17.-20.mars, en öll þessi mót eru í Kanada.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total Time Diff. FIS Points
 1  3  250353 SNORRASON Sturla-Snaer  1994  ISL   37.18  39.98  1:17.16     29.73
 2  14  6531147 HARRISON Charles  1995  USA   38.04  39.89  1:17.93  +0.77  36.92
 3  5  104552 ARMSTRONG Carter  1997  CAN   37.77  40.20  1:17.97  +0.81  37.29
 4  10  104508 MCCONVILLE Corey  1997  CAN   38.07  39.95  1:18.02  +0.86  37.75
 5  11  104786 WATSON Hunter  1999  CAN   37.99  40.49  1:18.48  +1.32  42.05
 6  7  6531165 MARTENS Peter  1995  USA   38.09  40.58  1:18.67  +1.51  43.82
 7  2  104378 GOUGEON Jake  1996  CAN   38.12  40.80  1:18.92  +1.76  46.15
 8  13  390037 LUIK Tonis  1995  EST   38.85  40.30  1:19.15  +1.99  48.30
 9  9  6532109 HEJNA Ethan  1998  USA   39.09  40.74  1:19.83  +2.67  54.64
 10  20  104845 MAYNE Zachary  1999  CAN   39.21  40.64  1:19.85  +2.69  54.83