Sturla Snær með bronsverðlaun í Kanada

Áfram heldur Sturla Snær að gera góða hluti í Kanada. Í dag keppti hann á stórsvigsmóti í Georgian Peaks og endaði í 3.sæti og fékk því bronsverðlaun. Fyrir mótið fær Sturla Snær 40.54 FIS punkta sem er hans fjórði besti árangur á ferlinum í stórsvigi. Í gær keppti Sturla Snær á sama stað í stórsvigi en náði ekki að ljúka seinni ferð eftir að hafa verið með besta tíman í þeirri fyrri.

Næstu mót hjá Sturlu Snæ eru tvö svig og tvö stórsvig í Norður-Ameríku bikar sem fer fram í Mont Ste-Marie 17.-20.mars. 

Heildarúrslit má sjá hér.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total Time Diff. FIS Points
 1  6  104378 GOUGEON Jake  1996  CAN   48.70  54.04  1:42.74     27.00
 2  2  104701 COPP Griffin  1999  CAN   50.21  53.84  1:44.05  +1.31  39.50
 3  1  250353 SNORRASON Sturla-Snaer  1994  ISL   50.14  54.02  1:44.16  +1.42  40.54
 4  34  6531943 HANUS Matthew  1997  USA   50.19  53.98  1:44.17  +1.43  40.64
 5  8  104632 LUEL Henry  1998  CAN   50.38  54.11  1:44.49  +1.75  43.69
 6  20  6532159 DESPRES Jack  1998  USA   50.39  54.21  1:44.60  +1.86  44.74
 7  4  6532107 GALLAGHER Patrick  1998  USA   50.62  54.23  1:44.85  +2.11  47.13
 8  7  104646 MEALEY Jake  1998  CAN   50.32  54.67  1:44.99  +2.25  48.46
 9  12  104075 COOKSON Bryan  1994  CAN   50.56  54.51  1:45.07  +2.33  49.23
 10  21  6532450 MCNAMARA Liam  1999  USA   50.57  54.93  1:45.50  +2.76  53.33