Sturla Snær í 38.sæti í Evrópubikar

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpgreinum, náði í dag sínum besta árangri í Evrópubikar þegar hann endaði í 38.sæti. Keppt var í svigi og fór mótið fram í Val di Fassa á Ítalíu. Evrópubikarinn er hluti af álfubikar innan FIS sem flokkast sem næsta sterkasta mótaröð í heimi.

Sturla Snær hóf leik nr. 84 af alls 113 keppendum sem hófu keppni og var í 47.sæti eftir fyrri ferðina. Með þeim árangri komst Sturla Snær í seinni ferðina en einungis 60 efstu að lokinni fyrri ferð komast í þá síðari. Sturla Snær átti fína seinni ferð og komst ennþá framar og endaði að lokum í 38.sæti og er það eins og áður segir besti árangur sem Sturla Snær hefur náð í Evrópubikar á ferlinum.

Í gær keppti Sturla Snær á sama stað en náði því miður ekki að ljúka fyrri ferð.

Úrslit úr mótunum má sjá hér.