Sturla Snær í 2.sæti í Noregi

Í dag náði Sturla Snær frábærum árangri á svigmóti í Jolster í dag er hann endaði í 2.sæti. Fyrir mótið fær Sturla Snær 31.65 FIS punkta sem eru hans bestu úrslit á erlendri grundu. Sturla hafði rásnúmer 16 sem merkir að hann var 16.besti í mótinu samkvæmt FIS heimslistanum. Sturla átti fína fyrri ferð en sú seinni var frábær og skilaði honum 2.sætinu, en hann var með mun betri tíma en sigurvegarinn í seinni ferðinni. Með þessum úrslitum mun Sturla taka stórt stökk á heimslistanum í svigi en hann mun væntanlega fara upp um 300 sæti en í dag er hann nr. 865 og í upphafi vetrar var hann nr. 1206. 

Í gær keppti Sturla einnig í svigi á sama og stað og endaði þá í 11.sæti og var nokkuð frá sínu besta. Andrea Björk Birkisdóttir keppti einnig á mótunum í Jolster og endaði í 15. og 18.sæti, en í dag bætti hún FIS punktana sína aðeins. 

Heildarúrslit frá mótunum í Jolster má sjá hér.

Rank Bib  FIS Code NameYear  Nation  Run 1  Run 2  Total Time  Diff.   FIS Points 
 1  3  422497 VOELLO Oskar Rosberg  1996  NOR   47.21  52.38  1:39.59     22.76
 2  16  250353 SNORRASON Sturla-Snaer  1994  ISL   48.95  51.87  1:40.82  +1.23  31.65
 3  1  422469 SOLHEIM Fabian Wilkens  1996  NOR   47.68  53.58  1:41.26  +1.67  34.83
 4  7  422422 MUNKEJORD Henrik Fjeldavlie  1995  NOR   48.97  52.42  1:41.39  +1.80  35.77
 5  12  422405 SPETALEN Kristian  1995  NOR   49.62  52.04  1:41.66  +2.07  37.73
 6  4  422546 LINDSTOEL Joachim Jagge  1997  NOR   48.55  53.26  1:41.81  +2.22  38.81
 7  5  422558 SANDERBERG Olav Engelhardt  1997  NOR   49.65  52.54  1:42.19  +2.60  41.56
 8  6  422165 SMOERSGAARD Trymm  1992  NOR   48.83  53.39  1:42.22  +2.63  41.77
 9  15  422630 BREIVIK Odin Vassbotn  1998  NOR   49.13  53.10  1:42.23  +2.64  41.85
 10  18  422670 VOELLO Gustav Rosberg  1999  NOR   49.80  53.28  1:43.08  +3.49  47.99