Stórsvigi kvenna á HM unglinga lauk í dag

Frábærar aðstæður í Davos
Frábærar aðstæður í Davos

Fyrr í dag fór fram fyrsta keppnisgreinin á HM unglinga sem fram fer í Davos í Sviss. Keppt var í stórsvigi kvenna og voru fjórar íslenskar konur sem tóku þátt. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir endaði fremst íslenskra kvenna í 50.sæti. María Finnbogadóttir endaði í 56.sæti og Harpa María Friðgeirsdóttir í 59.sæti en Katla Björg Dagbjartsdóttir lauk ekki fyrri ferð. Alls voru 102 keppendur sem tóku þátt í stórsviginu.

Veðrið lék við keppendur í dag, um -5° voru á svæðinu, nánast logn og heiðskýrt. Aðstæður í brautinni voru einnig mjög góðar en þegar leið á keppnina sást þó aðeins á brautinni. 

Helstu úrslit má sjá hér að neðan en heildarúrslit er hægt að sjá hér.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total Time Diff.  FIS Points
 1  8  56416 SCHEIB Julia  1998  AUT   51.32  48.34  1:39.66     6.00
 2  5  56388 LIENSBERGER Katharina  1997  AUT   51.26  48.53  1:39.79  +0.13  7.28
 3  10  185430 HONKANEN Riikka  1998  FIN   52.01  48.59  1:40.60  +0.94  15.24
 4  11  516504 DANIOTH Aline  1998  SUI   52.32  48.43  1:40.75  +1.09  16.72
 5  18  426324 MONSEN Marte  2000  NOR   52.53  48.55  1:41.08  +1.42  19.96
 6  9  426248 EDSETH Marte Berg  1998  NOR   52.56  48.53  1:41.09  +1.43  20.06
 7  7  385096 POPOVIC Leona  1997  CRO   53.11  48.07  1:41.18  +1.52  20.95
 8  6  6536392 HURT A J  2000  USA   52.83  48.58  1:41.41  +1.75  23.21
 9  22  198016 ESCANE Doriane  1999  FRA   52.92  48.68  1:41.60  +1.94  25.08
 10  15  56392 GRITSCH Franziska  1997  AUT   52.90  48.83  1:41.73  +2.07  26.36
 50  83  255406 FRIDGEIRSDOTTIR Holmfridur Dora  1998  ISL   56.53  52.48  1:49.01  +9.35  97.94
 56  85  255426 FINNBOGADOTTIR Maria  2000  ISL   58.96  54.30  1:53.26  +13.60  139.73
 59  89  255427 FRIDGEIRSDOTTIR Harpa Maria  2000  ISL   1:00.50  55.02  1:55.52  +15.86  161.96
Did not finish 1st run
   88  255416 DAGBJARTSDOTTIR Katla Bjorg  1999  ISL           

 

Á morgun fer fram svig hjá konum og verður hægt að fylgjast með lifandi tímatöku hér. Á heimasíðu mótsins verður svo hægt að sjá beina útsendingu frá mótinu á morgun.